Formenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna, Aðalsteinn Árni, Helga Þuríður og Jónas Kristjánsson opnuðu formlega í dag nýjan orlofsvef stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Vefnum er ætlað að auka þjónustuna enn frekar við félagsmenn og auka skilvirknina. Meðal annars verður boðið upp á fleiri gistimöguleika og afsláttarkjör með Icelandair og Air Iceland Connect. Á orlofsvefnum eru upplýsingar um þá orlofskosti sem í boði eru er varða sumarhús, orlofsíbúðir, flugmiða, veiðikort og gistimiða á hótel og gistiheimili. Bókanir á sumarhúsum og íbúðum verða sem fyrr í gegnum Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík en greiðandi félagsmenn hafa kost á því að kaupa miða í gegnum orlofsvefinn http://orlof.is/framsyn/, annars er haft samband við skrifstofuna.
Sumarúthlutun orlofshúsa og íbúða:
Lokað verður fyrir sumarúthlutun 23. apríl 2018. Bæði er hægt að sækja um í gegnum orlofsvefinn eða á útfylltu meðfylgjandi eyðublaði sem skila þarf á skrifstofuna.
Frá opnun vefsíðunnar í dag, formenn Framsýnar, Þingiðnar og Starfsmannafélags Húsavíkur opnuðu síðuna formlega. Skorað er á félagsmenn að fara inn á síðuna og skoða orlofs- og frístundakostina sem eru í boði á vegum stéttarfélaganna.