Eftirfarandi reglur gilda fyrir félagsmenn við starfslok vegna aldurs eða örorku:
Félagsmenn Þingiðnar sem hætta á vinnumarkaði vegna aldurs, það er eftir 60 ára aldur eða vegna örorku haldi réttindum sínum í félaginu miðað við lög og reglugerðir sjóða á hverjum tíma enda hafi þeir verið greiðendur til félagsins við starfslok. Réttur þessi hefur lengi miðaðist við 67 ára aldur en færist við þessar breytingar í 60 ára aldur. Forsendan er að viðkomandi félagsmaður hafi verið fullgildur félagsmaður í fimm ár fyrir starfslok á vinnumarkaði. Fimm samfelld ár teljast greidd þegar iðgjöldum hefur verið skilað fyrir a.m.k. 50 mánuði á fimm ára tímabili. Tekið er tillit til þess, hafi menn verið frá vinnu vegna eigin veikinda á tímabilinu umfram kjarasamningsbundinn veikindarétt.
Þannig samþykkt á aðalfundi Þingiðnar 14. júní 2022