Styrkja Þingey með kaupum á Neyðarkalli

Formaður og varaformaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni og Ósk voru gestir Björgunarsveitarinnar Þingeyjar í gærkvöldi en sveitin er með aðstöðu á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Björgunarsveitin var nýkomin úr útkalli þegar fulltrúar Framsýnar renndu í hlað. Þeim var vel tekið enda enduðu þau með því að kaupa stóran neyðarkall sem er fjáröflunar leið fyrir björgunarsveitirnar innan Landsbjargar. Framsýn hefur áður komið að því að styrkja deildina enda gegna björgunarsveitir eins og Þingey mikilvægu hlutverki í öryggismálum landsmanna.

Deila á