Styðja Villa til forystu í SGS

Stjórn Framsýnar styður Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness heilshugar til forystu í Starfsgreinasambandi Íslands. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar í gær. Þing sambandins verður haldið á Akureyri síðar í mars. Framsýn hefur lengi barist fyrir róttækari verkalýðsbaráttu, reyndar farið fyrir þeirri baráttu til fjölda ára. Liður í því er að Vilhjálmur taki við forystu innan Starfsgreinasambandsins  og framkvæmdastjórn sambandsins verði skipuð fólki sem er tilbúið að vinna 24/7 að bættum kjörum og réttindum verkafólks sem býr við óviðunandi kjör í dag. Að mati stjórnar Framsýnar verða sigrar í verkalýðsbaráttu ekki bara unnir í dagvinnu, sólarhringsvakt þurfi til.

Deila á