Ekkert smá hress – framtíðin björt
Í morgun komu nemendur úr Vinnuskólanum á Húsavík í heimsókn til stéttarfélaganna. Tilgangurinn með heimsókninni var að fræðast um starfsemi stéttarfélaga og réttindi þeirra á vinnumarkaði. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, tók vel á móti ungu gestunum sem tóku virkan þátt í kynningunni með fyrirspurnum og öðrum skemmtilegheitum. Heimsóknin var í alla staði mjög skemmtileg og rúmlega það. Ekki þarf að taka sérstaklega fram að kynning sem þessi er ekki síst mikilvæg fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.