Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars 2024, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fékk sérstaka viðbótargreiðslu frá og með ágúst 2024.

Í reiknivél SGS geta félagsmenn séð hvernig ræstingaraukinn sem og aðrar kjarasamningsbundnar hækkanir í kjarasamningi SGS og SA koma til með að líta út m.v. sínar forsendur.

Sjá má nánari upplýsingar um ræstingaraukann í grein 22.1.3. í aðalkjarasamningi SGS og SA.

Félagsmenn í aðildarfélögum SGS sem starfa við ræstingar á almennum vinnumarkaði eru hvattir til að skoða launaseðla sína vel um hver mánaðarmót og ganga úr skugga um að greiðslan skili sér.

Deila á