15% afsláttur í Jarðböðin

Samkvæmt samkomulagi eiga félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum rétt á 15% afslætti fari þeir í Jarðböðin í Mývatnssveit. Áður er farið er, þurfa félagsmenn að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá sérstök afsláttarkort.

Veiðikortið

Veiðikortið fæst á sérstökum vildarkjörum hjá stéttarfélögunum. Innifalið í veiðikortinu er ótakmörkuð veiði í 35 vötnum um allt land og ókeypis tjaldstæði í sumum tilfellum. Nánari upplýsingar um veiðikortið má finna hér. Hafið samband við skrifstofu til að kaupa veiðikortið.

Hótel og gistiheimili

Hægt er að fá afslátt á hótelum og gistiheimilum út um allt land með því að kaupa Ferðaávísun á orlofsvef stéttarfélaganna. Upplýsingar um bókunarferli eru á söluvef Ferðaávísunarinnar.

Gjafabréf Icelandair

Hægt er að kaupa gjafabréf hjá Icelandair inn á orlofsvef stéttarfélaganna.

Deila á