Flug til Húsavíkur styrkt

Samið hefur verið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025.   Unnið er að undirbúningi en nánari upplýsingar verður hægt að finna á heimasíðu flugfélagsins innan skamms. 

Flugleiðin er styrkt til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugleiðinni á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu.“

Deila á