1. grein: Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum og er eign þess félags. Heimili hans og varnarþing er á Húsavík.
2. grein: Tilgangur
Tilgangur sjóðsins er alhliða fræðslustarfsemi með sérstaka áherslu á styrki til félagsmanna sem stunda nám í greininni eða sækja starfstengd námskeið. Þá skal heimilt að verja ákveðnum fjármunum til tómstundastyrkja í samræmi við starfsreglur sem sjóðurinn settur sér og samþykktar eru á aðalfundi félagsins.
3. grein: Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:
a) Samningsbundin iðgjöld atvinnurekenda á hverjum tíma.
b) 0,3% af innheimtum félagsgjöldum. Viðmiðunargjald 1% félagsgjald.
c) Viðbótarframlög frá félagssjóði, sem ákveðin eru hverju sinni.
d) Vaxtatekjur.
e) Námskeiðsgjöld.
f) Aðrar tekjur.
4. grein: Stjórn sjóðsins
Þrír félagsmenn skipa stjórn sjóðsins, og skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kosnir skulu tveir varamenn á sama hátt. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Þó skal heimilt að tilnefna starfsmenn félagsins í stjórn sjóðsins enda liggi fyrir samþykki aðalfundar þess efnis. Formaður félagsins kallar stjórnina saman til fyrsta fundar.
5. grein: Verksvið stjórnar
Verksmið stjórnar er að úthluta styrkjum til félagsmanna í samræmi við starfsreglur sjóðsins. Þá er stjórninni heimilt að skipuleggja námskeið eða aðra fræðslu sem gagnast getur félagsmönnum á hverjum tíma. Reiknað er með að úthlutun úr sjóðnum fari fram einu sinni í mánuði.
6. grein: Ágreiningur
Verði ágreiningur um fjárveitingar úr sjóðnum, getur hver einstakur stjórnarmaður vísað málinu til félagsstjórnar, sem þá fellir endanlegan úrskurð. Það sama á við um ef félagsmaður er ósáttur við afgreiðslu stjórnar sjóðsins. Í þeim tilvikum getur hann vísað málinu til félagsstjórnar til afgreiðslu.
7. grein: Ávöxtun sjóðsins
Laust fé fræðslusjóðs skal að jafnaði ávaxtað í banka eða sparisjóði, eða á annan tryggilegan og viðurkenndan hátt, þannig að það njóti ávallt sem bestrar ávöxtunar. Heimilt er stjórninni að lána það um skemmri tíma til annarra verkefna á vegum félagsins, enda komi þá til samþykktar félagsstjórnar og er félagssjóður þá ábyrgur fyrir endurgreiðslu, þegar fræðslusjóður þarf á fé sínu að halda.
Endurskoðendur reikninga sjóðsins skulu vera þeir sömu og endurskoðendur reikninga félagsins.
8. grein: Breytingar á reglugerð
Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi, og ná þær því aðeins samþykki, að 2/3 hlutar atkvæða séu þeim fylgjandi.
Reglugerðin þannig samþykkt á aðalfundi Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum 16. maí 2018.