660 Mývatn
hjordis@reykjahlidarskoli.is
15. nóvember

Kennari óskast í Borgarhólsskóla

Okkur vantar kennara í afleysingu til vors 2025 í náttúru- og stærðfræðikennslu. Frábært og spennandi tækifæri.antar kennara í afleysingu til vors 2025 í náttúru- og stærðfræðikennslu. Frábært og spennandi tækifæri, 100% starf.

Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2024.

 Umsóknum skal sikla í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is

Leikskólinn Ylur

660 Mývatn
hjordis@reykjahlidarskoli.is
15. nóvember

Leikskólakennari óskast

Leikskólakennari og/eða deildarstjóri óskast til starfa við leikskólann Yl í Mývatnssveit sem fyrst. Um er að ræða 100% starf.

Ylur er tveggja deilda leikskóli í Mývatnssveit en grunnskólinn Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur eru samreknir.  21 nemandi er í leikskólanum á aldrinum 1 árs til 5 ára. Leikskólinn er grænfána- og heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á heilsueflingu, vináttu, leik og útikennslu. Mikið og gott samstarf er á milli leik- og grunnskólans og íþróttamiðstöðvarinnar. Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan starfsmann. Leitað er að einstaklingi með góða hæfni og lipurð í samskiptum, með góða þekkingu og reynslu af leikskólastarfi.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2024

Félagsstarf eldri borgara

641 Húsavík
umsokn@thingeyjarsveit.is
19. nóvember

Félagsstarf eldri borgara

Þingeyjarsveit auglýsir eftir starfsmanni við félagsstarf eldri borgara í Mývatnssveit

Starfsfólk á leikskólann Krílabæ

641 Húsavík
nanna@thingskoli.is
4. október

Leikskóladeildir Þingeyjarskóla

Leikskólinn Barnaborg og Leikskólinn Krílabær leita að áhugasömum einstaklingum í framtíðarstörf. Leikskólarnir eru hluti af Þingeyjarskóla, samreknum leik-, grunn- og tónlistarskóla með rétt um 100 nemendur. Þar af eru tæplega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum. Í Barnaborg í Aðaldal eru 25 börn á aldrinum 1 árs til 5 ára. Í Krílabæ á Laugum eru 5 börn á aldrinum 2ja til 4ra ára. Í starfi skólanna er lögð áhersla á að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra.

Okkur vantar öflugt fagfólk í geðheilsuteymið okkar

640 Húsavík
sigga@mognum.is, telma@mognum.is
10. ágúst

Laus störf í félagsmiðstöð á Húsavík

Félagsmiðstöðin Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki.

Unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10-16 ára. Vinnutími getur verið breytilegur en fer að mestu leyti fram milli kl 17:00-22:00 tvo virka daga í viku. Óskað er eftir forstöðumanni æskulýðsmiðstöðvar og tveimur frístundaleiðbeinendum.

Starfslýsing frístundaleiðbeinanda:
Vinnur með börnum, unglingum eða ungmennum, í félagsmiðstöð á Húsavík. Starfar undir stjórn yfirmanns.

Starfslýsing forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar:
Forstöðumaður stýrir faglegu starfi, sér um rekstur og innkaup. Starfsmaður er með viðvarandi ábyrgð á verkstjórnun annarra starfsmanna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Hafa hreint sakarvottorð
  • Hafa gott vald á íslensku
  • Hafa áhuga á að vinna með börnum
  • Geta unnið vel með öðrum
  • Vera lipur og jákvæður í mannlegum samskiptum
  • Hafa frumkvæði og geta verið sveigjanlegur í starfi
  • Reynsla af starfi með börnum/ungmönnum er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2023.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað á vef Norðurþings – Umsókn um starf | Norðurþing (nordurthing.is)

Frekari upplýsingar veitir Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6106 – hafrun@nordurthing.is

Okkur vantar öflugt fagfólk í geðheilsuteymið okkar

640 Húsavík
sigga@mognum.is, telma@mognum.is
10. ágúst

HSN auglýsir eftir öflugt fagfólk í geðheilsuteymið okkar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), óskar eftir starfsfólki í 50-100% starfshlutfall í geðheilsuteymi stofnunarinnar.

Við leitum að heilbrigðisstarfsmanni með gilt starfsleyfi frá Embætti Landlæknis. Starfsemi geðheilsuteymis HSN er í stöðugri þróun. Við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn að taka þátt í starfi geðheilsuteymis HSN og vinna að frekari uppbyggingu þjónustu teymisins. Geðheilsuteymi HSN er þverfaglegt endurhæfingar- og meðferðarteymi fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Mikil áhersla er lögð á samvinnu við aðrar stofnanir samfélagsins s.s. félagsþjónustu og barnavernd.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í vinnu geðheilsuteymis HSN
  • Málastjórn í málefnum skjólstæðinga geðheilsuteymis
  • Frekari uppbygging gagnreyndra meðferðarúrræða í samráði við aðra starfsmenn teymis
  • Samvinna við aðrar fagstéttir
  • Samvinna við aðrar stofnanir svo sem félagsþjónustu og barnavernd

Hæfniskröfur

  • Heilbrigðisstarfsmaður með löggildingu og réttindi til starfa á Íslandi
  • Greinagóð þekking á algengustu geðröskunum
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Þekking á gagnreyndum meðferðarúrræðum við geðröskunum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður til að ná árangri
  • Ökuleyfi
  • Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Geðheilsuteymið er 2. stigs þjónusta sem veitir sérhæfða endurhæfingu og meðferð vegna geðraskana án innlagna á sjúkrahús. Markhópar þjónustu teymisins eru þeir einstaklingar með geðraskanir sem þurfa meiri þjónustu en hægt er að veita í fyrstu línu heilsugæslunnar en þurfa ekki á þjónustu geðdeildar að halda.

Tekið er á móti rafrænum umsóknum á starfatorg.is með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá auk kynningarbréfs þar sem hæfni við komandi til að sinna starfinu er rökstudd. Stefnt er að ráðningu sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.

Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil innan HSN.

Gildi HSN eru: Fagmennska - Samvinna - Virðing

Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu og öldurnarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma. Þjónustusvæðið nær frá Blönduósi í vestri til Þórhafnar í austri. Meginstarfstöðvar HSN eru starfstöövarnar á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Fjallabyggð, Húsavík og Sauðárkróki. Nánari upplýsngar um HSN má finna á vefsíðunni www.hsn.is

 

Starfshlutfall er 50-100%

 

Nánari upplýsingar veitir

Svana Rún Símonardóttir - svana.run.simonardottir@hsn.is - 432 4978
Pétur Maack Þorsteinsson - petur.maack@hsn.is - 432 4970

Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Starfsfólk í framleiðslu

640 Húsavík

Starfsfólk í framleiðslu

PCC BakkiSilicon á Húsavík hóf störf árið 2018 og er ein fremsta verksmiðja á sínu sviði í heiminum bæði þegar litið er til tækni og umhverfismála. Sílíkon málmur er notaður sem álblanda og er nýttur í efnaiðnaði meðal annars til framleiðslu á síoxönum og sílíkoni. Í verksmiðjunni okkar á Húsavík starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum. Fyrirtækið leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, teymisvinnu og starfsanda, ásamt ríkri öryggis og umhverfisvitund. Við leitum nú að umsækendum í framleiðsludeild til að koma til hóps við okkar frábæra teymi sem leiðir og samhæfir rekstur framleiðslu PCC BakkiSilicon.

Framleiðslustarfsfólk hjá PCC BakkiSilicon vinna í teymum sem sameiginlega sinna fjölbreyttum verkefnum.

Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni.

Deila á