
Þingiðn
Þingiðn
Félag fagmenntaðra starfsmanna sem vinna í byggingar- og tréiðnaði, bílgreinum, málmiðnaði og öðrum þeim greinum í iðnaði.
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Stórmeistari í heimsókn
Meistari, Tryggvi Marteinsson, sem lengi starfaði hjá stéttarfélaginu Eflingu kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í dag. Tryggvi er á ferðalagi um Norðurland og taldi við hæfi að heilsa upp á formann Framsýnar, Aðalstein Árna, en þeir hafa lengi starfað saman að verkalýðsmálum og verið samherjar hvað það varðar að berjast fyrir kjörum verkafólks, …

Spörkum þessu í gegn!
Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka var sérstakur gestur stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í gær. Kári fór yfir stöðuna og þá erfiðleika sem blasa við varðandi rekstur fyrirtækisins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Fram kom hjá Kára að staðan er óbreytt, útlitið er dökkt og það blasir ekkert annað við en rekstrarstöðvun, …

Fundað um málefni PCC
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE kom við hjá formanni Framsýnar í Grobbholti fyrir helgina, þar sem hann stóð vaktina, enda í stuttu sauðburðarfríi. Tilefnið var að fara aðeins yfir með honum varðandi stöðuna í atvinnu- og byggðamálum í Þingeyjarsýslum ekki síst í ljósi þess að töluverð óvissa er með starfsemi PCC á Bakka vegna sölutregðu …

Málefni PCC til umræðu
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fundaði í gær með Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar og Kára Marís Guðmundssyni forstjóra PCC um málefni PCC. Því miður bendir ýmislegt til þess að rekstrarstöðvun sé yfirvofandi hjá PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík en fyrirtækið framleiðir kísilmálm sem seldur er að mestu til útlanda. Fundurinn var mjög gagnlegur en …

Velheppnaður ársfundur Lsj. Stapa 2025
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs fór fram í gær, 13. maí í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Að venju voru tekin fyrir hefðbundin ársfundarstörf. Alls tóku níu fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn þátt í fundinum. Elsa Björg Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, flutti skýrslu stjórnar. Því næst fór Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri yfir ársreikning og áritanir auk þess að gera grein fyrir tryggingafræðilegri …

Hafa áhyggjur af stöðunni – funda með þingmönnum
Fulltrúar frá Framsýn hafa verið í góðu sambandi við forsvarsmenn PCC á Bakka vegna stöðunnar sem komin er upp er varðar starfsemi fyrirtækisins. Fram hefur komið hjá forstjóra fyrirtækisins, Kára M. Guðmundssyni, að staðan sé mjög erfið og þung, markaðirnir séu ákaflega daprir og verðið mjög lágt og hafi farið lækkandi það sem af er …