FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Stórmeistari í heimsókn

Stórmeistari í heimsókn

Meistari, Tryggvi Marteinsson, sem lengi starfaði hjá stéttarfélaginu Eflingu kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í dag. Tryggvi er á ferðalagi um Norðurland og taldi við hæfi að heilsa upp á formann Framsýnar, Aðalstein Árna, en þeir hafa lengi starfað saman að verkalýðsmálum og verið samherjar hvað það varðar að berjast fyrir kjörum verkafólks, …
Spörkum þessu í gegn!

Spörkum þessu í gegn!

Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka var sérstakur gestur stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í gær. Kári fór yfir stöðuna og þá erfiðleika sem blasa við varðandi rekstur fyrirtækisins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Fram kom hjá Kára að staðan er óbreytt, út­litið er dökkt og það blas­ir ekk­ert annað við en rekstr­ar­stöðvun, …
Fundað um málefni PCC

Fundað um málefni PCC

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE kom við hjá formanni Framsýnar í Grobbholti fyrir helgina, þar sem hann stóð vaktina, enda í stuttu sauðburðarfríi. Tilefnið var að fara aðeins yfir með honum varðandi stöðuna í atvinnu- og byggðamálum í Þingeyjarsýslum ekki síst í ljósi þess að töluverð óvissa er með starfsemi PCC á Bakka vegna sölutregðu …
Málefni PCC til umræðu

Málefni PCC til umræðu

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins fundaði í gær með Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar og Kára Marís Guðmundssyni forstjóra PCC um málefni PCC. Því miður bendir ýmislegt til þess að rekstrarstöðvun sé yfirvofandi hjá PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík en fyrirtækið framleiðir kísilmálm sem seldur er að mestu til útlanda. Fundurinn var mjög gagnlegur en …
Velheppnaður ársfundur Lsj. Stapa 2025

Velheppnaður ársfundur Lsj. Stapa 2025

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs fór fram í gær, 13. maí í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Að venju voru tekin fyrir hefðbundin ársfundarstörf. Alls tóku níu fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn þátt í fundinum. Elsa Björg Pétursdóttir, stjórnarformaður sjóðsins, flutti skýrslu stjórnar. Því næst fór Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmdastjóri yfir ársreikning og áritanir auk þess að gera grein fyrir tryggingafræðilegri …
Hafa áhyggjur af stöðunni – funda með þingmönnum

Hafa áhyggjur af stöðunni – funda með þingmönnum

Fulltrúar frá Framsýn hafa verið í góðu sambandi við forsvarsmenn PCC á Bakka vegna stöðunnar sem komin er upp er varðar starfsemi fyrirtækisins. Fram hefur komið hjá forstjóra fyrirtækisins, Kára M. Guðmunds­syni, að staðan sé mjög erfið og þung, markaðirn­ir séu ákaf­lega dapr­ir og verðið mjög lágt og hafi farið lækkandi það sem af er …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á